Innlent

407 milljónir fyrir svæfingar 2009

Alls voru 12.700 gerðar 12.700 svæfingar á Landspítalanum í fyrra sem voru tengdar við aðgerðir.
Alls voru 12.700 gerðar 12.700 svæfingar á Landspítalanum í fyrra sem voru tengdar við aðgerðir.
Sjúkratryggingar Íslands greiddu 407 milljónir fyrir svæfingar árið 2009. Alls voru framkvæmdar 17.242 svæfingar á Landspítalanum á síðasta ári, sem voru flestar tengdar við skurðaðgerðir, eða um 12.700.

Kostnaður við svæfingu í kransæðahjáveituaðgerð kostar 402 þúsund krónur og voru gerðar 115 slíkar aðgerðir á Landspítalanum á síðasta ári, sem gerir kostnað við svæfingarnar einar rúmar 46 milljónir króna.

Nils Christian Nielsen, lækningaforstjóri Landspítalans, segir afar sjaldgæft að eitthvað komi upp á í svæfingum. Algengustu vandamálin séu þegar tennur sjúklinga brotni þegar verið sé að koma fyrir öndunarvélum.

„Það er innan við eitt prósent tilvika þegar eitthvað kemur upp á,“ segir Nils. „Og alvarlegar uppákomur eru afar sjaldgæfar.“

Helga H. Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá hag- og upplýsingadeild Landspítalans, segir að ástæður vegna aukins kostnaðar við svæfingar séu meðal annars þær að aðgerðirnar séu sífellt að verða flóknari.

„Tækninni er sífellt að fleyta fram og við erum farin að framkvæma fleiri aðgerðir hér heima sem voru áður sendar erlendis,“ segir Helga. Kostnaður við svæfingar liggi mestmegnis í launum starfsfólksins á meðan á svæfingu stendur. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×