Innlent

Kona sektuð um 25 þúsund

Franska lögreglan hefur í fyrsta skiptið sektað konu fyrir að hylja andlit sitt með búrku. Konan sem var stöðvuð inni í verslunarmiðstöð í París í fyrradag fékk tæplega 25 þúsund króna sekt.

Á mánudaginn gengu í gildi umdeild lög í Frakklandi sem banna íslömskum konum að klæðast búrkum á almannafæri. Búist er við því að lögmæti laganna verði borin undir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.- th




Fleiri fréttir

Sjá meira


×