Innlent

Almenningur fær að hafa áhrif

Stjórnlagaráð hefur nú fundað þrisvar. fréttablaðið/gva
Stjórnlagaráð hefur nú fundað þrisvar. fréttablaðið/gva
Starfsreglur Stjórnlagaráðs voru samþykktar einhljóða á þriðja fundi ráðsins í gær. Í þingsályktun um skipun Stjórnlagaráðs var því falið að setja sér eigin starfsreglur.

Í 14. grein reglnanna segir að ákveðið verði svo fljótt sem auðið er hvernig hefja skuli undirbúning frumvarps til stjórnarskipunarlaga. Skjal það sem til verður, með áorðnum breytingum hverju sinni, nefnist áfangaskjal og verður aðgengilegt á vef Stjórnlagaráðs.

Almenningi er gefinn kostur á því að tjá sig um áfangaskjalið, einstök ákvæði þess og valkosti með opinberum hætti og undir nafni á vef Stjórnlagaráðs, www.stjornlagarad.is,

Tillögur um breytingar á áfangaskjalinu frá fulltrúum, nefndum eða stjórn skulu teknar til afgreiðslu á ráðsfundi að jafnaði einu sinni í viku.

Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður starfshóps um starfsreglurnar, lagði þær fram á fundinum í gær. Reglurnar eru í fimm köflum og eru samtals 21 grein og fjalla um stjórnsýslu og starfshætti Stjórnlagaráðs, frumvarp til stjórnarskipunarlaga og meðferð þess, starfsmenn ráðsins og önnur ákvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnlagaráði.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×