Innlent

Bókaútlán hafa stóraukist

Dagur bókasafnsins
Hrafnhildur segir mikla aukningu í útlánum safna.
Dagur bókasafnsins Hrafnhildur segir mikla aukningu í útlánum safna.
Útlán bókasafna um allt land hafa stóraukist síðustu tvö til þrjú árin, að sögn Hrafnhildar Hreinsdóttur, formanns Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. Hún telur að kreppan ráði þar mestu; fólk kaupi síður bækur og fái þær frekar lánaðar.

Árið 2007 voru 866.896 titlar lánaðir út og voru lánþegar 160 þúsund talsins. Í fyrra voru 980.404 titlar lánaðir út, sem eru 113.500 fleiri titlar en þremur árum áður. Árið 2010 voru lánþegar orðnir 195 þúsund.

„Á meðan þessi mikla aukning verður erum við að skera niður á söfnunum, bæði í innkaupafé og mannafla, auk þess sem opnunartími hefur verið styttur. Við sem teljum okkur vera mikla bókaþjóð, þar sem bókasöfn hafa alltaf spilað stórt hlutverk í bókamenningunni, verðum að standa vörð um söfnin okkar,“ segir Hrafnhildur.

Upplýsing stendur fyrir Degi bókasafnsins, sem haldinn er í fyrsta sinn í dag um allt land.

- jma / sjá Tímamót 24




Fleiri fréttir

Sjá meira


×