Innlent

Bjóða 900 störf

Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýsa níu hundruð sumarstörf um allt land í átaki til að fjölga störfum á vegum ríkisins og sveitarfélaga. Störfin er ætluð námsmönnum og atvinnuleitendum og verða kynnt í sérstöku auglýsingablaði um helgina. Einnig er hægt að sjá störfin á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

 

Dæmi um störfin er rannsóknarvinna til að kanna áhrif sjóstangaveiðiferðamennsku á Vestfjörðum, starf við viðhorfskönnun á Hornafirði um nýsköpunarsetur og vinna við rannsóknir á sumarexemi í hestum. Til átaksins renna 250 milljónir króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði og 106 milljónir úr ríkissjóði. Umsóknarfrestur er til 8. maí. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×