Innlent

Becromal heitir bót og betrun

Forsvarsmenn Becromal á Íslandi, sem rekur aflþynnuverksmiðju í Krossanesi við Akureyri, segjast munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda umhverfið og mæta þeim kröfum sem Íslendingar gera í þeim efnum.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær vegna umfjöllunar um ítrekuð brot þess á reglum, með því að sleppa vítissódamenguðu vatni í Eyjafjörð.

Fyrirtækið hefur ákveðið að vinna að úrbótum í mengunarvörnum, uppfæra eftirlitskerfi og breyta fyrirkomulagi við skýrslugerð og tilkynningar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×