Innlent

Kveikjarar innkallaðir

Sala á kveikjurum sem eru óhefðbundnir að lögun eru bannaðir á evrópska efnahagssvæðinu. mynd/neytendastofa
Sala á kveikjurum sem eru óhefðbundnir að lögun eru bannaðir á evrópska efnahagssvæðinu. mynd/neytendastofa
Neytendastofa hefur ákveðið að innkalla fjórar tegundir kveikjara. Þeir eru í laginu eins og gaskútur, slökkvitæki, gallabuxur og skrúflykill. Ástæðan er að kveikjararnir hafa allir óhefðbundið útlit sem býður þeirri hættu heim að börn sæki í þá. Sala slíkra kveikjara er bönnuð, er kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

 

Öll aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins hafa bannað kveikjara með óhefðbundið útlit. Fyrir bannið var talið að um 30 til 40 dauðsföll hefðu orðið árlega af völdum ólöglegra kveikjara. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×