Innlent

Alþingi á ekki að skipta sér af rekstrinum

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Ríkið verður að setja sér stefnu um það með hvaða hætti það eigi að fara með eigendavald sitt, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Í ræðu sinni á ársfundinum sagði hún fyrirtæki í opinberri eiga að fá að starfa óhindrað á viðskiptalegum forsendum og án íhlutunar eigenda sinna.

 

„Hér á landi hefur á síðustu mánuðum borið á vaxandi kröfu úr samfélaginu um að íslenska ríkið beiti eigendavaldi sínu gagnvart Landsvirkjun í því skyni að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Kröfur hafa verið settar fram um það, meðal annars á Alþingi og hjá aðilum vinnumarkaðarins, að stjórnvöld gangi til samninga við tiltekin fyrirtæki í þessu skyni, sem augljóslega myndi setja Landsvirkjun í vonlausa samningsstöðu. Sem betur fer hafa stjórnvöld ekki tekið undir slíkar kröfur,“ sagði hún og nefndi að stjórnmálamenn eigi að láta stjórnendur Landsvirkjunar um daglegan rekstur fyrirtækisins. Þeir geti hins vegar látið skoðun sína í ljós á árlegum aðalfundum eins og hluthafar annarra fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×