Innlent

Gleðidagur í Þjóðmenningarhúsi

Hvunndagshetjan 2011. Ásmundur Þór Kristmundsson sem fékk verðlaun vegna björgunarafreks í Krossá sést hér umkringdur fjölskyldu sinni.
Hvunndagshetjan 2011. Ásmundur Þór Kristmundsson sem fékk verðlaun vegna björgunarafreks í Krossá sést hér umkringdur fjölskyldu sinni.
Árleg Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt á fimmtudag. Forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þar sem tilnefndir og aðrir gestir fylltu salinn. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar þar

Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, og séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðasókn, skipuðu dómnefnd um Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins ásamt Felix Bergssyni leikara og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Margt um manninn
Gamli lestrarsalurinn í Þjóðarbókhlöðunni var falleg umgjörð utan um Samfélagsverðlaunahátíð Fréttablaðsins.

Tvenn hjón voru tilnefnd í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar, þau Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir, sem standa að Skólahreysti, og Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir, aðstandur Möguleikhússins. Jón Stefánsson hlaut verðlaunin í þessum flokki.

Til atlögu gegn fordómum
Í þessum flokki var Pollapönk tilnefnt, Listasmiðjan Litróf í Fella- og Hólakirkju, sem hlaut verðlaunin, og Íþróttafélagið Styrmir. fréttablaðið/anton

Í flokknum Hvunndagshetjur voru tilnefnd Ásmundur Þór Kristmundsson fyrir björgunarafrek í Krossá, Júlíana Signý Gunnarsdóttir, sem færir heimilislausum jólagjafir ár hvert, og Stefán Helgi Stefánsson, sem stendur að Elligleði ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur sem einnig er á myndinni.

Samfélagsverðlaun.
Samtök kvenna af erlendum uppruna voru tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, barnaheimilið í Reykjadal, sem hlaut verðlaunin, og Sorpa vegna Góða hirðisins.

Heiðursverðlaunahafinn.
Margir vildu eiga spjall við heiðursverðlaunahafann Jennu Jensdóttur, rithöfund og kennara. Hér er hún á tali við Ólaf Þ. Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, og Ara Edwald, forstjóra 365 miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×