Innlent

Hellti sér reglulega yfir lögregluna

Heimsókn á lögreglustöðina kostaði 75 þúsund krónur.
Heimsókn á lögreglustöðina kostaði 75 þúsund krónur.
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða 75 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir að ærast í ölvunarástandi á almannafæri, meðal annars með því að liggja á dyrabjöllu lögreglustöðvarinnar á Akranesi.

Maðurinn mætti kófdrukkinn á lögreglustöðina og talaði um að berja þyrfti tiltekinn lögreglumann. Yfirlögregluþjónninn spurði hann hvort hann væri að hafa í hótunum, að því er segir í frumskýrslu lögreglu, en maðurinn spurði þá á móti hvort yfirlögregluþjónninn teldi sig „svo vitlausan að hafa vitni að því“. Maðurinn hafði síðan á orði að hann væri búinn að flæma einn lögreglumann úr liði lögreglunnar á Akranesi og hann ætlaði sér að losna við fleiri.

Maðurinn var beðinn um að yfirgefa lögreglustöðina en sturlaðist þá og barði í rúðu af miklu afli. Honum var þá stungið í fangaklefa. Í dómskjölum kemur enn fremur fram að maðurinn hafi neitað að hafa haft í hótunum við lögreglumanninn, en sagt honum að hann væri „skepna og sadisti“. Hann kvaðst koma reglulega á stöðina til að segja þeim lögreglumönnum sem hann ætti sökótt við að þeir væru óþverrar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×