Innlent

Veiðiheimildir aukast verulega

Strandveiðimenn fá meira til skiptanna.
Strandveiðimenn fá meira til skiptanna. Mynd/Stefán
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í gær út reglugerð um auknar strandveiðar í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Alþingi samþykkti að heimila aukningu strandveiða um allt að 1.900 tonn af óslægðum þorski og 600 af óslægðum ufsa. Aukningin skiptist þannig að 33,3 prósent koma til aukningar á svæði A, 23,7 prósent á svæði B, 25,5 prósent á svæði C og 17,5 prósent á svæði D.

Aukningin kemur þegar til framkvæmda þannig að heimildir nú í júnímánuði aukast um 633 tonn af óslægðum þorski og 200 tonn af óslægðum ufsa.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×