Innlent

Kvótakerfið er fyrirmynd víða

Varhugavert er að beita sjávarútveginum til að ná fram óljósum pólitískum markmiðum, að mati Viðskiptaráðs.
Varhugavert er að beita sjávarútveginum til að ná fram óljósum pólitískum markmiðum, að mati Viðskiptaráðs.
„Við erum með hagkvæmt fiskveiðistjórnunarkerfi sem horft er til. Það er sjálfbært og ekki ríkisrekið. Ef breyta á kerfinu þarf það að verða jafn hagkvæmt,“ segir Haraldur Ingi Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Viðskiptaráð birti Skoðun í vikunni þar sem fram kemur að sýnt hafi verið fram á kosti núverandi kvótakerfis og það séu hagsmunir allra að viðhalda verðmætasköpun í greininni.

Fallist er á niðurstöður nýlegrar greinargerðar starfshóps sex hagfræðinga sem skipaður var af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Niðurstaða hópsins er í flestu þvert á þær breytingar sem stjórnvöld hafa lagt til að gerðar verði á kvótakerfinu.

Viðskiptaráð segir fyrirætlanir um byltingu á kvótakerfinu ábyrgðarlausar, sérstaklega þegar ekki liggi fyrir að eftir breytingar verði fiskveiðistjórnunarkerfið í það minnsta jafn hagkvæmt og áður.

„Sú hugmynd að beita eigi mikilvægustu atvinnugrein Íslands til að ná fram óljósum pólitískum markmiðum er í besta falli varhugaverð,“ segir að lokum í Skoðun Viðskiptaráðs.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×