Innlent

Styrkir eru ekki kjördæmapot

Höskuldur Þórhallsson
Höskuldur Þórhallsson
Breytingar á úthlutun styrkja frá Alþingi til samtaka, félaga og einstaklinga eru enn eitt höggið sem landsbyggðin þarf að taka á sig. Þetta segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd. Hann hafnar því jafnframt að styrkirnir, sem heita safnliðir á fjárlögum, hafi verið kjördæmapot.

Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að frá og með næsta ári myndi Alþingi hætta að úthluta þessum styrkjum. Styrkirnir hafa verið gagnrýndir sem kjördæmapot og fyrirgreiðslufyrirkomulag.

„Þetta hefur ekki verið kjördæmapot heldur tæki lýðræðis-lega kjörinna fulltrúa til að auka menningarstarfsemi á landsbyggðinni, fyrst og fremst,“ segir Höskuldur. Hann segir að mörg lítil verkefni á landsbyggðinni hefðu aldrei orðið að veruleika með öðrum hætti.

Hann telur það skref í ranga átt að færa ákvörðunarvald um þessa styrki frá Alþingi til ráðuneyta. Þannig sé verið að flytja enn meira vald til embættismanna í stað kjörinna fulltrúa. Embættis-mannakerfið sé allt staðsett í Reykjavík „og hefur hingað til ekki sýnt landsbyggðinni neinn skilning. Landsbyggðin heyr gríðarlega varnarbaráttu með þessa ríkisstjórn við stjórnvölinn. Þetta er enn eitt höggið sem landsbyggðin þarf að taka á sig á móti höfuðborgarsvæðinu“.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×