Innlent

Besta opnun sem menn muna

Einar Páll Kjærne-sted og Ólafur M. Gunnlaugsson með 76 sentimetra hrygnu úr Fosshyl.
mynd/svanþór einarsson
Einar Páll Kjærne-sted og Ólafur M. Gunnlaugsson með 76 sentimetra hrygnu úr Fosshyl. mynd/svanþór einarsson
Opnun Selár í Vopnafirði á laugardag mun fara í sögubækurnar sökum metveiði. Alls veiddust tuttugu laxar á aðeins fjórar stangir sem bætir met síðustu tveggja ára sem menn töldu að væri erfitt.

Leigutaki Selár, Orri Vigfússon, formaður Strengs, segir að þeir sem voru svo lánsamir að eiga opnunardaginn muni seint gleyma þessum ævintýralega degi. Ekki aðeins var tuttugu löxum landað heldur settu menn í annað eins af laxi og misstu. „Það er mikið vatn í Selá og erfitt að eiga við stóran lax. Því má segja eðlilegt að margir sluppu.“

Laxarnir voru að mestu leyti tveggja ára fiskar frá tíu til fjórtán pund. Það vakti þó athyli að tveir eins árs laxar veiddust sem voru afar vel haldnir úr sjó, eða um sex pundin.

Orri segir mikið af laxi vera gengið enda þó að áin sé aðeins fimm gráðu heit.

Metveiði var við opnun Selár í fyrra, sem er til marks um mikinn árangur í uppbyggingarstarfi í ánni. Þá var veðrið og skilyrði til veiðiskapar betri en nú, en Orri vill ekkert segja um það hvort góð opnun hafi forspárgildi um metveiði í sumar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×