Innlent

Helguvíkurkaleikurinn kostar

Ýmis tækifæri liggja fyrir á Reykjanesi en Árni segir stjórnvöld ekki sýna þeim áhuga eftir að hafa handleikið Helguvíkurkaleikinn.
Ýmis tækifæri liggja fyrir á Reykjanesi en Árni segir stjórnvöld ekki sýna þeim áhuga eftir að hafa handleikið Helguvíkurkaleikinn.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir stjórnvöld sýna atvinnuuppbyggingu grátlega lítinn áhuga. Fréttablaðið sagði frá því í gær að tvö fyrirtæki væru með áform um hátæknifiskeldi á Reykjanesi.

„Fjárfestar eru bara menn eins og ég og þú og því er svo mikilvægt að sýna þeim áhuga,“ segir hann. „Við í Reykjanesbæ höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að greiða götu fiskeldisfyrirtækjanna sem vilja koma til okkar en það er eins og að Helguvíkurkaleikurinn hafi haft þau áhrif að stjórnvöld vilji ekki sýna atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi áhuga, skiptir þá engu hvort um er að ræða fiskeldi, gagnaver, gróðurhús eða hvað sem er.“

Fiskeldisfyrirtækin eru Íslensk matorka og Stolt Sea Farm en þau hyggjast nýta heita vatnið frá HS Orku. Einnig hefur fyrirtæki á vegum Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sótt um land- og heitavatnsnýtingu á svæðinu fyrir fiskeldi.

Íslensk matorka hyggst rækta bleikju og norræna tilapíu, Stolt Sea Farm senegalflúru og fyrirtæki Ármanns og félaga sandhverfu.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×