Innlent

Tæpir 700 milljarðar segjum við já

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Samkvæmt rökstuddu áliti ESA þurfa Íslendingar að greiða 670 milljarða króna fyrir 10. september vegna Icesave-skuldbindinga, fallist þeir á álitið. Nú er unnið að rökstuðningi gegn því í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Greiðsla er ekki hafin úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave. Stafar það af því að Hæstiréttur á eftir að taka fyrir dómsmál sem dæmd voru í héraði í vor og tengjast búinu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vonast til þess að málin verði tekin fyrir strax að loknu dómshléi nú í ágúst.

„Við eigum náttúrulega tvo kosti í stöðunni; að fallast á álit ESA, en í því stendur að við eigum að greiða 670 milljarða fyrir 1. september, sem ég veit nú ekki alveg hvaðan við eigum að taka. Hinn kosturinn er að gera ágreining áfram við ESA.“

Steingrímur vonast til að skuldin greiðist niður á næstu mánuðum þegar sala hefst úr þrotabúinu. Þá sjái allir, Bretar, Hollendingar og heildsöluinnlánshafar, að þeir fái peningana sína til baka og það bæti andrúmsloftið.

„Það er athyglisvert að þegar úrskurður ESA kom deplaði enginn auga yfir því hvað hann þýddi á mannamáli. Hann þýddi náttúrulega það að ef við ætluðum ekki að gera ágreining við ESA þyrftum við að standa skil á þessari fjárhæð, 670 milljörðum.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×