Innlent

Enginn óhreinn reiðfatnaður inn í landið

Landslið Íslands í hestaíþróttum reið á vaðið og vígði þessa nýju þjónustu þegar það kom til landsins í gær.
Landslið Íslands í hestaíþróttum reið á vaðið og vígði þessa nýju þjónustu þegar það kom til landsins í gær.
„Ég tel þessa nýjung hafa þá þýðingu, að það sé óafsakanlegt, komi menn með óhreinan reiðfatnað til landsins, að setja hann ekki í hreinsun.“ Þetta segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, um samning sem gerður hefur verið við Fönn um móttöku og hreinsun slíks fatnaðar í Leifsstöð. Það eru landssambandið, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna sem standa að þessu framtaki.

Þegar komið er í Leifsstöð fara menn í rauða hliðið og afhenda þar óhreinan reiðfatnað. Fötin eru innsigluð og síðan hreinsuð með sömu öryggisráðstöfunum og spítalafatnaður.

„Þessi kostur kemur í kjölfar hestapestarinnar í fyrra,“ útskýrir Haraldur. Hann segir ástæðuna vera þá að menn hafi rætt um að engar lausnir væru fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli ef þeir kæmu með óhreinan reiðfatnað.

„Það eina sem við erum að gera er að búa til lausn á þessum vanda,“ segir Haraldur og segir uppi hugmyndir um að auðvelda mönnum að flytja notuð beislismél til landsins. Það verði einungis í nánu samstarfi við yfirdýralækni.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×