Innlent

Kútvelta yfir Kollafirði

Heilsar upp á Snorra flugmann.
Heilsar upp á Snorra flugmann.
2
Nokkrir ungir ofurhugar héldu í flugferð á dögunum þar sem þrjár vélar af Yak-gerð flugu yfir Kollafjörð og nærsveitir. Til tíðinda dró í fjögur þúsund fetum þegar Skúli Þórarinsson stóð upp úr sæti sínu, gekk fram á væng með fallhlíf á bakinu og kvaddi flugmanninn, Snorra Bjarnvin Jónsson. Þá lagðist hann niður á vænginn og hélt fast á meðan Snorri kútvelti flugvélinni í heilan hring.

Skúli hélst á vængnum á meðan, stökk af að því loknu og sveif niður til jarðar.

Ljósmyndarinn Baldur Sveinsson var með í för á annarri flugvél og náði meðfylgjandi myndum.

Snorri Bjarnvin segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem þeir félagar hafi leikið þennan leik, því þeir hafi líka gert þetta í fyrra og má sjá upptöku af því á Youtube.

En er þetta ekki háskaleikur?

„Nei, nei. Miðflóttaaflið sér um að halda Skúla á vængnum, þannig að þetta er ekkert hættulegt ef menn kunna til verka.“

thorgils@frettabladid.is

3. Þá er að leggjast á vænginn.
4. Hangir sem fastast þó vélin kútveltist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×