Innlent

Sýndu snarræði og slökktu eld

Slökkviliðsmenn fullvissuðu sig um að allur eldur væri kæfður í magnesíumkarinu.
Slökkviliðsmenn fullvissuðu sig um að allur eldur væri kæfður í magnesíumkarinu. fréttablaðið/vlhelm
Starfsmenn Vélsmiðjunnar Héðins í Hafnarfirði sýndu snarræði í gær þegar kviknaði í magnesíumkari í smiðjunni. Magnesíumsag logaði skært, en hvorki vatn né froða dugar til að slökkva eld í efninu.

Starfsmennirnir mokuðu sandi yfir eldinn og tókst að draga karið út undir bert loft. Þar náðu þeir að kæfa eldinn áður en slökkvilið bar að garði. Töluverður reykur gaus upp úr karinu en hann var staðbundinn. Slökkviliðið rannsakaði vettvanginn með tilliti til þess hvort einhvers staðar leyndist glóð eftir brunann, en svo reyndist ekki vera.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×