Innlent

SA mótmælir hærri sköttum

Vilmundur Jósefsson
Vilmundur Jósefsson
Samtök atvinnulífsins hafa sent ríkisstjórninni bréf þar sem þau mótmæla áformum um skattahækkanir á stóriðju, sjávarútveg og banka vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2012.

„Aukin skattheimta felur í sér uppgjöf gagnvart því verkefni að efla atvinnulífið, ná niður atvinnuleysinu og bæta lífskjör þjóðarinnar til frambúðar,“ segja Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri í bréfinu.

SA telur engin efni til að hækka skatta frekar en orðið er og að allt kapp eigi að leggja á að auka fjárfestingar og hagvöxt.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×