Innlent

Röktu spor innbrotsþjófsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Árbæ í gærkvöld en sá hafði brotist inn í hús í hverfinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók þjófurinn fartölvu, myndavél og skartgripi en hinum stolnu munum var komið aftur í réttar hendur. Þjófurinn skildi eftir spor utan við húsið sem voru rakin eftir allnokkurn spotta.

Innbrotsþjófurinn var síðan handtekinn í nágrenninu. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×