Innlent

Rætt um hvort jafna eigi kosningaréttinn

Ólafur Harðarson er á meðal frummælanda.
Ólafur Harðarson er á meðal frummælanda.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands stendur í dag fyrir málstofu þar sem umræðuefnið er hvort jafna eigi kosningaréttinn í landinu að fullu. Frummælendur á málstofunni verða prófessorarnir Dr. Grétar Þór Eyþórsson við Háskólann á Akureyri og Dr. Ólafur Harðarson við Háskóla Íslands.

„Á málstofunni verður rætt um hvort rétt sé að jafna kosningarétt að fullu og hvort því markmiði verði best náð með því að breyta landinu í eitt kjördæmi. Rætt verður um kosti og galla slíkrar breytinga bæði frá sjónarhóli stjórnmálaflokka og aðstöðu kjósenda í landinu til að hafa áhrif. Þá verður fjallað um hvort aðrar leiðir séu vænlegri við þróun kosningaskipulags hér á landi," segir í tilkynningu.

Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og hefst málstofan klukkan 12:15 í stofu 102 á Háskólatorgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×