Innlent

Bílarnir skemmdust í óveðrinu

Milljóna tjón varð á bílum sem stóðu við Landeyjahöfn síðustu helgi en þá gekk mikið óveður yfir. Bíleigandi segir ólíklegt að tryggingar bæti nokkuð og varar fólk við að geyma bíla sína við höfnina ef hvasst er.

Flestum er í fersku minni óveðrið mikla sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag. Mikið tjón varð víða um land og meðal þeirra sem fengu að finna fyrir því voru þeir sem geymdu bíla sína við Landeyjahöfn.

Meðal þeirra var Ásmundur Þorkelsson en eins og sjá má á myndinni hér að ofan, leit bíllinn hans ekki vel út þegar hann kom frá Eyjum. Eins og sjá má á myndinni er lakkið matt, rúða sprungin, baksýnisspeglar brotnir auk þess sem mikill sandur hefur komist inn í bílinn.

Hér má sjá skilti sem varar bíleigendur við sandfoki og eins og sjá má hefur það heldur betur fengið að kenna á sandinum við Landeyjahöfn.
Hann segir tryggingafélag fara yfir málið en ólíklegt sé að nokkuð fáist bætt.

Tjónið nemi allt að einni milljón króna.

Hann varar aðra við því að leggja bílum sínum við höfnina þegar hvasst er.

Þá ræddi fréttastofa við nokkra af íbúum á svæðinu sem segja legur í bílum skemmast mun fyrr en eðlilegt er vegna öskunnar sem enn fýkur upp lönd og strönd í nágrenni í Eyjallfjallajökuls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×