Innlent

Feðgar á spítala eftir harðan árekstur - grunur um ölvun

Mývatnssveit. Myndin er úr safni.
Mývatnssveit. Myndin er úr safni.
Feðgar voru fluttir slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur en grunur leikur á að ökumaður, sem ók aftan á kyrrstæðan bíl þeirra feðga á þjóðveginum í Mývatnssveit, hafi verið ölvaður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var áreksturinn mjög harður. Bíllinn, sem feðgarnir voru í, hafði bilað og því var hann kyrrstæður út í vegakanti þegar hinn ökumaðurinn kom aðvífandi með fyrrgreindum afleiðingum.

Feðgarnir voru fluttir nokkuð slasaðir á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem gert var að sárum þeirra. Hinn ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var færður til aðhlynningar á Húsavík.

Þá var ökumaður stöðvaður nálægt Húsavík í nótt en sá var undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var jafnframt réttindalaus en hann hafði áður verið sviptur réttindum. Farþegi bifreiðarinnar var jafnframt ölvaður. Mennirnir voru báðir færðir í fangageymslu og verða yfirheyrði þegar af þeim bráir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×