Innlent

Íslenska flugvélin liggur enn skemmd við flugbrautina

Hjól vélarinnar brotnaði.
Hjól vélarinnar brotnaði. Mynd/ Jorgen Boassen.
Dash átta flugvél Flugfélags Íslands sem brotlenti í Nuuk á Grænlandi í gær liggur enn skemmd við flugbrautina.

Flugvöllurinn er því lokaður en bæði danska rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn málsins en hún fer með málið samkvæmt alþjóðlegum samningum.

Íslenska rannsóknarnefnd flugslysa hefur þó skipað trúnaðarfulltrúa við rannsóknina og tekur hann þátt í rannsókninni ásamt íslenskum ráðgjöfum.

Í samtali við fréttastofu segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að félagið vonist til að völlurinn verði opnaður aftur í dag svo hægt verði að senda aðra vél til Grænlands.

Þá eigi eftir að taka ákvörðun hvort færa eigi flakið eða hvort hægt sé að nota flugbrautina þó svo að vélin sem hafnaði utan brautar verði þar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×