Innlent

Leyfir mótmæli hommahatara

Baptistasöfnuðurinn í Westboro má halda áfram mótmælum sínum við jarðarfarir hermanna. NordicPhotos/AFP
Baptistasöfnuðurinn í Westboro má halda áfram mótmælum sínum við jarðarfarir hermanna. NordicPhotos/AFP
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á miðvikudag að ekki mætti banna baptistakirkjunni í Westboro í Kansas að mótmæla við útfarir hermanna.

Síðustu misseri hefur söfnuður þessi sótt útfarir hermanna með skilti þar sem því er haldið fram að dauði hermanna sé refsing guðs fyrir umburðarlyndi landsmanna í garð samkynhneigðra.

Rétturinn úrskurðaði að framkoma safnaðarins væri varin af ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×