Innlent

Fær að sjá hann á þriðjudögum

Brynjar Mettinisson
Brynjar Mettinisson
Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli.

Réttað verður í máli hans í ágúst.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær á Borghildur von á að fá vegabréfsáritun til Taílands í vikulokin. Hún hefur þegar keypt flugmiða utan fyrir fjármagn frá stuðningsfólki.

„Við gerðum þau mistök að panta ferðina á þriðjudegi til að vera viss um að áritunin væri komin,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars. Heimsóknartímar eru á þriðjudögum í fangelsinu þar sem Brynjar situr. Ekki eru veittar undanþágur.

Eva segir lítið vitað um líðan Brynjars fyrir utan það sem kærasta hans sem búsett er í borginni segir þeim. Hún talar hins vegar litla ensku. „Þetta skýrist allt þegar móðir mín fer út,“ segir Eva.

Viðurlög gegn fíkniefnabrotum í Taílandi er með þeim ströngustu sem þekkist í veröldinni og var til skamms tíma dauðadómur þyngsta refsing við sölu fíkniefna þar. Nú eru dómar fyrir fíkniefnabrot allt frá tíu árum og upp í fimmtíu, allt eftir eðli brotanna. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×