Innlent

Rokkhátíð alþýðunnar verður "live from Ísafjörður rock city!"

Erla Hlynsdóttir skrifar
Allt tónlistarfólk á hátíðinni gefur vinnu sína
Allt tónlistarfólk á hátíðinni gefur vinnu sína Mynd: Aldrei.is
Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður í beinni útsendingu á vefsíðunni Inspired by Iceland. Hátíðin verður haldin um komandi helgi á Ísafirði.

Aldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004, og kviknaði hugmyndin að hátíðinni hjá tónlistarmanninum ísfirska Mugison og föður hans, sem kallaður hefur verið Mugipapa.

Hátíðin hefur stækkað ár frá ári og sækir nú gríðarlegur fjöldi Ísafjörð heim þegar hún er haldin. Þeir sem ekki eiga heimangengt, sem og erlendir tónlistaráhugamenn, geta nú fylgst með hátíðinni í fyrsta sinn í beinni útsendingu á vefnum.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Bjartmar og Bergrisarnir, Páll Óskar Hjáltýsson og FM Belfast.



Tenglar:



Aldrei fór ég suður




Inspired by Iceland





Fleiri fréttir

Sjá meira


×