Innlent

Segja stjórnsýslulegt stórslys í vændum

Umboðsmaður barna, menntavísindasvið Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytið eru meðal þeirra sem hafa varað við sameiningartillögunum
Umboðsmaður barna, menntavísindasvið Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytið eru meðal þeirra sem hafa varað við sameiningartillögunum Mynd úr safni
Á fundi borgarstjórnar í dag verður fjallað um og afgreiddar tillögur um sameiningar á leik- og grunnskólum, og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.

„Ef fyrirliggjandi tillögur meirihluta borgarstjórnar verða samþykktar er um stjórnsýslulegt stórslys að ræða þar sem tillögurnar fara gegn fjölmörgum umsögnum og álitsgerðum fagaðila á borð við umboðsmann barna, menntavísndasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið," segir í tilkynningu frá regnhlífarsamtökunum Börn.is.

Fulltrúar samtakanna verða á pöllunum í ráðhúsinu þegar fundurinn hefst, klukkan 14.00. Þeir skora á alla foreldra, skólastjórnendur og kennara til að mæta „... og hvetja þannig meirihlutann til að sýna það hugrekki að bakka með þessar vondu tillögur," segir í tilkynningunni.

Borgarráð samþykkti tillögurnar í gær og var þeim þá vísað til afgreiðslu hjá borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×