Innlent

Jón Bjarnason hitti færeyskan starfsbróður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason tók á móti færeyskum starfsbróður sínum í dag.
Jón Bjarnason tók á móti færeyskum starfsbróður sínum í dag.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók í morgun á móti Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja en ráðherrann er hér í þriggja daga heimsókn ásamt sendinefnd. Á fundi ráðherranna í dag verður rætt um tvíhliða samninga Færeyja og Íslands, um veiðar í lögsögum landanna, nýtingu sameiginlegra stofna og samstarf á alþjóðlegum vettvangi.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að reiknað sé með að fundurinn standi fram eftir degi en eftir fund í ráðuneytinu heimsæki hinir erlendu gestir fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.

Auk þeirra Jóns Bjarnasonar og Jacob Vestergaard sitja fundinn ráðuneytisstjórarnir Rógvi Reinert og Sigurgeir Þorgeirsson, Andras Kristiansen og Hákun J. Djurhuus frá Færeyjum en af Íslands hálfu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Jóhann Guðmundsson og Hrefna Karlsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×