Innlent

Hélt fólki nauðugu með hnífi á Hvanneyri

Á Hvanneyri átti hin meinta nauðung sér stað.
Á Hvanneyri átti hin meinta nauðung sér stað.
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að halda þremur einstaklingum nauðugum inni á herbergi á Hvanneyri í Borgarbyggð. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 24. september 2010.

Manninum er gefið að sök að hafa neytt mann og konu til að afhenda sér lykla að herbergi annars þeirra. Hann skipaði þeim síðan inn í herbergið og að halda þar kyrru fyrir. Síðan læsti hann þau þar inni.

Manninum er lýst svo í ákæru að hann hafi verið ógnandi og æstur í framkomu þegar hann var að skipa fólkinu inn í herbergið. Hann var vopnaður hnífi.

Skömmu síðar fékk annar maður lykilinn að herberginu hjá ofstopamanninum. Hann fór einnig inn í herbergið og læsti á eftir sér af ótta við þann sem hnífinn bar. Sá síðarnefndi viðhélt nauðunginni með því að hafa á sama ógnandi háttinn og með því að berja á ytra byrði hurðar á herberginu. Þá sendi hann ógnandi textaskilaboð í farsíma tveggja þeirra sem hann hélt inni í herberginu og krafðist inngöngu þangað inn gegn vilja þeirra.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×