Innlent

Lögreglumenn hlupu fálka uppi

Einn var sviptur ökuréttindum á Akureyri í nótt, en það var ökumaður um tvítugt sem var tekinn á hundrað og tólf kílómetra hraða á Drottingarbraut þar sem hámarkshraði er fimmtíu.

Fangageymslur lögreglunnar á Akureyri stóðu tómar í nótt, þó segja megi að lögreglan hafi skotið skjólshúsi yfir einn fanga. Það var fálki sem vegfarendur létu lögreglu vita af um fimm leytið í gær. Fálkinn fannst norðan við Dalvík og var ófleygur, en lögreglumenn hlupu hann uppi og fönguðu hann. Talið er að hann sé vængbrotinn.

Flogið verður með fálkann suður til Reykjavíkur í dag, þar sem hann fær viðeigandi aðhlynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×