Innlent

Versti stormur í tvo áratugi

Tuttugu og fimm er látnir eftir að fárviðri gekk yfir sex fylki í Bandaríkjunum. Hvirfilbylir, haglél og flóð fylgdu veðrinu sem skyldi eftir sig slóð eyðileggingar.

Stormurinn olli gríðarlegu tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. Í Norður Karólínu bárust til dæmis tilkynningar um 62 skýstrokka. Í Oklahóma og Virgínu eyrði stormurinn engu. Haglél, flóð og skýstrokkar rifu upp hús og eyðilögðu götur. Þetta er versti stormur á þessu svæði í tvo áratugi.

Tuttugu og fimm hafa fundist látnir en yfirvöld eru hrædd um að sú tala muni hækka þegar hægt verður að leita í rústum. Einn af þeim sem lést var eldri maður en samkvæmt bandarískum fréttamiðlum lenti húsbíll mannsins í miðjum skýstrokki, tókst á loft, flaug um kílómeters leið og lenti upp á hraðbraut.

Fylkisstjórinn í Norður Karólínu, Bevely Perdue, hefur lýst yfir neyðarástandi. Við biðjum fyrir íbúum Norður Karólínu sem upplifðu þennan hræðilega dag, sagði hún. Stormurinn færist nú austar en hefur misst talsvert afl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×