Innlent

Földu kannabis í bílnum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði á föstudagskvöldið bifreið með þremur farþegum. Fljótt vaknaði grunur um fíkniefnamisferli og sá grunur reyndist á rökum reistur því að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna, einn farþeginn faldi kannabisefni í bifreiðinni og farið var í húsleit heim til hins farþegans og þar fundust um 5 grömm af amfetamíni og kannabis.

Um nóttina var maður á tvítugsaldri handtekinn á Akranesi grunaður um vörslu fíkniefna. Við leit á honum fundust um 8 grömm af amfetamíni í söluumbúðum. Í tengslum við það mál var farið í húsleit á Akranesi og var þar lagt hald á rúmlega 20 grömm af amfetamíni og var húsráðandi á fertugsaldri handtekinn og játaði hann að eiga efnin.

Öllum aðilum var sleppt eftir yfirheyrslur og teljast málin upplýst en beðið er eftir niðurstöðum úr fíkniefnaakstrinum.

 

Lögreglan á Akranesi vill minna á fíkniefnasímann 860-4755 þar sem að hægt er að koma ábendingum til lögreglu nafnlaust er varðar upplýsingar um fíkniefnamál. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×