Innlent

Úrræðum fyrir börnin ábótavant

bugl Fimm geðlæknar á BUGL gagnrýna þá umræðu sem hefur verið um börn með ADHD og segja úrræði skorta.
bugl Fimm geðlæknar á BUGL gagnrýna þá umræðu sem hefur verið um börn með ADHD og segja úrræði skorta.
Börn með ADHD verða oft á tíðum fyrir fordómum og dregið hefur úr stuðningsúrræðum innan skólanna fyrir börn með hegðunar- og þroskafrávik. Þetta er mat fimm barna- og unglingageðlækna á BUGL, sem Læknablaðið greinir frá.

Á málþingi Læknadaga í síðasta mánuði fór fram umræða um ADHD. Þar kom meðal annars fram að ADHD sé í mörgum tilvikum óþekkt og að sumir kennarar heimti greiningu á uppivöðslusama drengi sem fái ekki útrás fyrir hreyfiþörf sína í skólanum. Að mati geðlæknanna Gísla Baldurssonar, Bertrands Lauth, Helga Garðarssonar, Dagbjartar Sigurðardóttur og Guðrúnar B. Guðmundsdóttur var sú umræða villandi og eru þau ósátt við að blandað sé saman málefnum barna og fullorðinna þegar um ADHD er að ræða.

Guðrún B. Guðmundsdóttir segir langflesta foreldra ekki vilja setja börnin sín á lyf. Allt að fimm prósent barna séu mögulega með ADHD og nauðsynlegt sé að finna betri úrræði fyrir þau í skólum.

„Börnin passa kannski ekkert inn í hið hefðbundna form skólakerfanna. Það væri óskandi að það væru fleiri úrræði og meiri möguleikar á því að setja börnin í minni hópa,“ segir Guðrún. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×