Innlent

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg í óveðri. Mynd/ GVA.
Reykjavíkurborg í óveðri. Mynd/ GVA.
Það mjög slæmt ferðaveður á vesturhelmingi landsins á morgun, en mun fara batnandi annað kvöld og aðra nótt. Veðrið batnar fyrst sunnantil. Þetta kemur fram í viðvörun frá Veðurstofunni vegna stormviðris á landinu. Fólki er bent á að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.

Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassvirði í kvöld og suðvestan stormi, um 18-23 metrum á sekúndum, um sunnan og vestanvert landið á hálendinu á morgun. Segir Veðurstofan að á suðvestanverðu landinu verði veðurhæðin mest frá því snemma í fyrramálið og fram yfir hádegi. Veðrið muni síðan ganga í norðurátt og þá megi búast við stormi á norðvestanverðu landinu frá því síðdegis og fram eftir kvöldi. Vindinum fylgir úrkoma, fyrst rigning, síðan slydda, en til fjalla má búast við snjókomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×