Innlent

Allt fór vel fram á Ísafirði

Aldrei fór ég suður er nú haldin í áttunda sinn. Þessi mynd er frá hátíðinni í fyrra. Mynd/ Halldór Sveinbjarnarson.
Aldrei fór ég suður er nú haldin í áttunda sinn. Þessi mynd er frá hátíðinni í fyrra. Mynd/ Halldór Sveinbjarnarson.
Talið er að minnsta kosti þrjú þúsund utanbæjargestir séu samankomnir á Rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem stendur yfir á Ísafirði um helgina. Íbúafjöldi bæjarins hefur því nær tvöfaldast. Að sögn lögreglu fór allt vel fram í gær.

Fjöldinn allur af hljómsveitum steig á stokk í KNH húsinu við Grænagarð. Má þar nefna Prinspóló, Pétur Ben, Valdimar, Nýdönsk og Jónas Sig. Hátíðin heldur áfram í kvöld þar sem Páll Óskar, Grafík að ógleymdum Bjartmari Guðlaugssyni og Bergrisunum munu trylla lýðinn.

Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin á Ísafirði um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×