Innlent

Opið í Kóngsgili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður eitthvað hægt að skíða í Bláfjöllum í dag. Mynd/ Anton.
Það verður eitthvað hægt að skíða í Bláfjöllum í dag. Mynd/ Anton.
Stefnt er að því að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opið til klukkan fimm í dag, en eingöngu verður opið í Kóngsgili. Ekki verður starfsmannarúta né fyrir almenning. Ástæðan fyrir þessu er að spáin er slæm seinnipartinn.

Starfsmenn skíðasvæðisins í Bláfjöllum segja að það gæti lokað klukkan tvö vegna veðurs og því er fólk sem ætlar sér á skíði hvatt til að mæta snemma. Mælt er með að fólk kaupi sér þriggja eða fjögurra tíma kort.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í morgun verður skíðasvæðið í Hlíðafjalli á Akureyri opið í dag frá klukkan níu til fjögur. Þá verður einnig opið í Tindastóli á Sauðárkróki til klukkan fjögur. Á báðum stöðum er hæglætisveður og hiti rétt undir frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×