Innlent

Teknar verði upp húsnæðisbætur

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson
Leigumarkaður í reykjavík Starfshópurinn telur bætta greiningu á húsnæðismarkaðinum vera forsendu fyrir árangursríkri húsnæðisstefnu. fréttablaðið/valli
Samráðshópur velferðarráðuneytisins um húsnæðisstefnu hefur skilað tillögum um aðgerðir á sviði húsnæðismála. Meðal annars er lagt til að teknar verði upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta til að stuðla að jafnari húsnæðisstuðningi hins opinbera óháð búsetuformi. Samráðshópurinn var skipaður í nóvember 2011. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er formaður hópsins.

Hópurinn leggur áherslu á að húsnæðisstefna skuli hafa það meginmarkmið að tryggja húsnæðisöryggi heimila í landinu og stuðla að félagslegri samheldni. Stórbætt greining á húsnæðismarkaðinum sé forsenda fyrir árangursríkri húsnæðisstefnu og er lagt til að slík greining fari fram fyrir lok árs.

„Lagt er til að ríkisstjórnir hverju sinni innleiði húsnæðisstefnu sína með gerð húsnæðisáætlunar. Húsnæðisáætlun verði hluti af landsskipulagsstefnu sem sveitarfélög taki mið af við gerð skipulagsáætlana eða breytinga á þeim,“ segir í tilkynningu frá hópnum.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að eiga sér skýra langtímastefnu í húsnæðismálum. Hann mun meta tillögurnar á næstu vikum og tekur þá við forgangsröðun, nánari útfærsla þeirra og framkvæmd.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×