Innlent

Hjálpa Sunnu að gera við bílinn

Nú er bíllinn hennar Sunnu Bjarkar kominn í viðgerð. Sunna varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær á mánudagsmorgun því skemmdarvargar höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins. Unga fólkið sem gerði þetta gaf sig fram tveimur dögum síðar og baðst afsökunar.

Bíllinn er nú í góðum höndum hjá Ingvari Helgasyni en þar hafa starfsmenn í samvinnu við starfsmenn Vöku og fleiri góðhjartaða menn tekið að sér að laga bílinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Þór Marteinsson deildarstjóri sýnir ásigkomulag bílsins.

Sunna og fjölskylda hennar hafa ákveðið að gefa andvirði viðgerðar á bílnum, sem skemmdarvargarnir hafa samþykkt að greiða, óskert til samtaka Regnbogabarna sem hafa það að markmiði að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis.


Tengdar fréttir

Einelti af verstu gerð

Átján ára dóttir Ingunnar Hrundar Einarsdóttur varð fyrir óskemmtilegri reynslu í morgun þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær því einhverjir höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins. "Hún er á nítjánda ári með ódæmigerða einhverfu," sagði Ingunn en dóttir hennar tók strætó í vinnuna í morgun þrátt fyrir að vera í sjokki. Dóttir Ingunnar hefur þurft að þola einelti síðan hún var átta gömul. Ingunn biður þá sem framkvæmdu verknaðinn að gefa sig fram. Sjá viðtalið við Ingunni og ástand bílsins í meðfylgjandi myndskeiði.

Erfitt að þola einelti

Nítján ára einhverf stúlka segir erfitt að vera ávallt fórnarlamb eineltis. Bíll stúlkunnar var skemmdur í gær og eru sökudólgarnir enn ófundnir. Sunna Björk er nítján ára gömul og er með einhverfu. Í gær sögðum við frá því að skemmdarverk höfðu verið unnin á bíl hennar, ljós brotin og eggjum kastað í hann. Við hittum Sunnu Björk og móður hennar á kaffihúsi út á Granda - skammt frá vinnustað hennar.

Skemmdarvargarnir gáfu sig fram

"Þau voru miður sín og báðust afsökunar," sagði Ingunn Hrund Einarsdóttir móðir Sunnu, 18 ára, um skemmdarvargana sem eyðilögðu og köstuðu eggjum í bíl Sunnu, Nissan Almera árgerð 2001, í fyrradag en þeir gáfu sig fram í gærkvöldi ásamt foreldrum sínum og báðu Sunnu afsökunar. Sjá viðtalið við Ingunni í meðfylgjandi myndskeiði en hún hefur fengið mörg símtöl frá ókunnugum Íslendingum og fyrirtækjum sem vilja hjálpa Sunnu að koma birfreiðinni í lag henni að kostnaðarlausu á ný eftir að fréttin birtist á Visi í fyrradag. Sunna og fjölskylda hennar hafa ákveðið að gefa andvirði viðgerðar á bílnum sem skemmdarvargarnir hafa samþykkt að greiða óskert til samtaka Regnbogabarna sem hafa það að markmiði að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×