Innlent

Endurvinnslan opnuð seinna

Endurvinnslustöðvar verða opnaðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur.
Endurvinnslustöðvar verða opnaðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur.
Framvegis verða endurvinnslustöðvar Sorpu opnaðar tveimur klukkustundum seinna um helgar en verið hefur. Þær verða opnaðar klukkan 12 á hádegi en ekki klukkan 10. Áfram verður opið til klukkan 18.30 og engin önnur röskun verður á þjónustunni.

Stytting á helgarafgreiðslutíma er liður í að lækka rekstrarkostnað, segir í fréttatilkynningu frá Sorpu. Í tilkynningunni kemur fram að tiltölulega fáir nýti sér tímann milli klukkan 10 og 12 um helgar. Áður hefur komið fram að loka eigi endurvinnslustöðinni á Kjalarnesi en samkvæmt upplýsingum frá Sorpu sýna reynslutölur að Kjalarnesstöðin er lítið notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×