Innlent

Tilkynnt um færri börn

Um 70 prósent þeirra tilkynninga sem bárust barnaverndarnefndum í fyrra voru á höfuðborgarsvæðinu. 
fréttablaðið/hari
Um 70 prósent þeirra tilkynninga sem bárust barnaverndarnefndum í fyrra voru á höfuðborgarsvæðinu. fréttablaðið/hari
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um eitt prósent á milli 2009 og 2010. Fjöldi tilkynninga í fyrra var 9.233 en 9.327 2009, samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu.

Færri börn voru einnig tilkynnt, en þau voru 7.605 í fyrra en 7.711 árið á undan. Í um 7,3 prósentum tilvika lék grunur á að foreldrar væru að neyta vímuefna, Fjölgun var í tilfellum þar sem um heimilisofbeldi var að ræða, úr 2,9 prósentum árið 2009 í 4 prósent í fyrra. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×