Innlent

Stakk foreldra sína í augun

Maðurinn stakk foreldra sína í augun.
Maðurinn stakk foreldra sína í augun.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun karlmann til þess að sæta gæslu á öryggisstofnun fyrir árás á foreldra sína í október í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndrápa en var sýknaður af þeirri ákæru. Til vara var þess krafist að hann yrði dæmdur til að sæta öryggisgæslu. Vísir varar viðkvæma við lýsingum á árásinni sem fer hér á eftir.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veist að móður sinni sem var sofandi í rúmi sínu, og stungið hana tvisvar með skrúfjárni í augað með þeim afleiðingum að hún hlaut tvö stungusár og það blæddi inn í augntóftina og hlaut frekari meiðsl á augu.

Þá veittist hann að föður sínum sem var sofandi við hlið móðurinnar og stakk hann neðan við vinstra augað með skrúfjárninu. Þegar faðirinn vaknaði og reyndi að sporna við árásinni, sló hann föður sinn með krepptum hnefum og sló hann með tæplega 2 kg pönnu úr pottjárni sem lenti á öxl og höfði með þeim afleiðingum að hann hlaut heilahristing, stórt mar á hnakka og frekari meiðsl.

Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Geðlæknir telur að hann hafi haft vel dulin merki geðrofs og sturlunar sem hafi leitt hann til ósakhæfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×