Innlent

Óskuðu upplýsinga frá lögreglu um alla starfsmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Persónuvernd segir að Securitas verði að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort nauðsynlegt sé að fá upplýsingar úr málaskrá. Mynd/ Anton.
Persónuvernd segir að Securitas verði að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort nauðsynlegt sé að fá upplýsingar úr málaskrá. Mynd/ Anton.
Securitas braut meðalhófsreglu persónuverndarlaga með því að óska upplýsinga úr málaskrá lögreglu um alla starfsmenn í öryggisþjónustu sinni. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í gær.

Persónuvernd barst erindi frá starfsmanni fyrirtækisins þar sem meðal annars er gerð athugasemd við það að í ráðningasamningi fyrirtækisins sé starfsmanni gert að samþykkja fíkniefnaleit hvenær sem er á starfstíma, að hann afhendi sakavottorð við ráðningu, upplýsi vinnuveitenda um færslur í málaskrá lögreglu og samþykki fyrir því að vinnuveitandi athugi færslur hjá vanskilaskrá.

Það er mat Persónuverndar að ekki verði séð að öll störf hjá Securitas, við framkvæmd öryggisþjónustu, séu þess eðlis að nauðsynlegt geti verið fyrir fyrirtækið að fá úr málaskrá lögreglu upplýsingar um alla sem þeim sinna. Meta þurfi þessa þörf hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×