Innlent

Íslenskur skáti á níræðisaldri á heimsmótinu

Björgvin hefur verið skáti frá 15 aldri.
Björgvin hefur verið skáti frá 15 aldri. Mynd/Jakob Guðnason
Hátt í þrjú hundruð íslenskir skátar eru staddir á heimsmóti skáta í Kristanstad í Svíþjóð. Þeirra á meðal er Björgvin Magnússon 88 ára gamall skáti sem lét draum sinn rætast og er mættur á alheimsmót skáta í fyrsta sinn á ævinni, en undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í tvö ár.

Björgvin hefur verið skáti frá 15 aldri og þrátt fyrir að hafa starfað í skátahreyfingunni svona lengi eða í 73 ár, er hann furðulostinn yfir því sem fyrir augum ber enda einstök upplifun að ráfa um mótsvæðið þar sem ægir saman tjöldum frá öllum heimshornum. Björgvin hefur meðal annars heimsótt sögusafn sænskra skáta og golfvöll bresku skátanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×