Innlent

Maðurinn útskrifaður

Mynd/GVA
Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt hefur verið útskrifaður af slysadeild. Hann hlaut áverka á höfði og einkum í andliti. Maðurinn er fimmtugur.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Vestmanneyjum í nótt eftir átök fjögurra manna í Herjólfsdal. Þar tóku læknar þá ákvörðun að senda einn mannanna til Reykjavíkur en flogið var með hann á sjötta tímanum í morgun.


Tengdar fréttir

Fluttur með höfuðáverka til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Eyjum

Þjóðhátíðargestur var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með höfuðáverka eftir líkamsárás í Vestamannaeyjum í nótt. Til átaka kom milli fjögurra manna og þurftu nokkrir þeirra að leita sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyjum. Þar tóku læknar þá ákvörðun að senda einn mannanna til Reykjavíkur en flogið var með hann á sjötta tímanum í morgun.

Líðan mannsins stöðug eftir líkamsárás í Eyjum

Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt er í stöðugu ástandi, að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn hlaut höfuðáverka og þá einkum á andliti. Hann er enn til rannsóknar á slysadeild og verður mögulega lagður inn síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×