Innlent

Tökur á hollenskum sjónvarpsþætti í Hörpu

Sjö þátttakendur eru eftir í Holland´s Next Top Model.
Sjö þátttakendur eru eftir í Holland´s Next Top Model.
„Þetta er ellimination runway og verður ekkert til sparað," segir Erna Viktoría Jansdóttir, hjá Iceland Travel Assistance, sem verið hefur aðstandendum sjónvarpsþáttarins Holland´s Next Top Model innan handar en tökulið og þátttakendur verða hér á landi fram á miðvikudag við upptökur. Tískusýning sem fara átti fram á Ingólfstorgi á morgun hefur verið færð í Hörpu. Þangað er almenningur hvattur til að mæta en sýningin hefst klukkan 15.

„Hvetjum við alla sem ekki hafa farið úr bænum og hafa áhuga á tísku og því sem við kemur að láta sjá sig og aðra. Þetta er allt tekið upp og verður þetta svo sýnt í sjónvarpi. Frábær landkynning og skemmtilegt að fá að vera með," segir Erna Viktoría í tilkynningu.

Um er að ræða hollenska útgáfu af hinum vinsæla bandaríska þætti, America"s Next Top Model, sem ofurfyrirsætan Tyra Banks stjórnar. Sjö fyrirsætur eru eftir í hollenska þættinum en upphaflega sóttu um 6000 stúlkur eftir því að fá að taka þátt. Stjórnandi er fyrirsætan fyrrverandi, Daphne Deckers, en hún lék í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies.

„Ísland er mjög frábrugðið Hollandi. Það er áskorun að koma hingað," sagði framleiðandi sjónvarpsþáttarins í Fréttablaðinu í gær.


Tengdar fréttir

Átti að vera hörð við stelpurnar

„Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að fá að taka þátt í þessu,“ segir Jóhanna Björg Christensen þáttastjórnandi og ritstjóri Nude Magazine. Hún, ásamt samstarfskonu sinni Ernu Bergmann, tóku þátt í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Topmodel.

Hollenskar fyrirsætur með tískusýningu á Ingólfstorgi

„Ísland er mjög frábrugðið Hollandi. Það er áskorun að koma hingað,“ segir sjónvarpsframleiðandinn Barbara frá Hollandi. Hún verður stödd hér á landi fram á miðvikudag við upptökur á sjónvarpsþættinum Holland"s Next Top Model ásamt hópi Hollendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×