Innlent

Unglingalandsmótið gengur eins og smurð vél

Mynd/Valgarður Gíslason
Unglingalandsmótið á Egilsstöðum er nú í fullum gangi en um tíu þúsund manns eru í bænum. „Það hefur gengið bara nákvæmlega eins og við ætluðum og sáum fyrir, frábærlega í alla staði. Það hefur ekkert komið upp á sem hægt er að minnast á. Þetta hefur gengið bara eins og smurð vél. Það er frábært að vera hérna og veðrið leikið við okkur og fullt af fólki og allir brosa út að eyrum," segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilstöðum.

Nóttin var tíðindalaus hjá ungmennunum enda allir einbeittir að keppni á mótinu sem hélt áfram í dag. „Það er verið að keppa í öllum mögulegum mannvirkjum hér út um allt. Fótbolta, körfu, dansi, sundi og frjálsum og það er allt fleygiferð hér. 1200 keppendur og hátt í tíu þúsund manns að við teljum hér á svæðinu og mikið um að vera," segir Ómar Bragi.


Tengdar fréttir

Ungmenni til fyrirmyndar

"Veðrið hefur leikið við okkur en ég held að hitinn hafi farið yfir 20 gráður í dag,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir tveggja ungmenna sem taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum, sem hófst í morgun í rjómablíðu, en þar eru saman komnir um 8-10 tíu þúsund manns þessa helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×