Innlent

Rennslið í Skaftá náði hámarki í nótt

Þessi mynd er úr eldra hlaupi.
Þessi mynd er úr eldra hlaupi.
Rennslið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind um þrjú leytið í nótt þegar það nam 295 rúmmetrum á sekúndu, eftir að hafa vaxið frá því um hádegisbilið í gærdag. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli. Aur og grugg í ánni náðu hámarki rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær, en það sama segir um leiðni árinnar.

Sérfræðingur á veðurstofu Íslands segir engan hlaupóróa hafa mælst á svæðinu, en ef hlaupið í Skaftá hefur endanlega náð hámarki sínu, þá sé hlaupið minna en reiknað var með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×