Innlent

Segir bankana refsa þeim sem ekki nota heimabanka

salome@365.is skrifar
Ekki allir viðskiptavinir bankanna nota heimabankann.
Ekki allir viðskiptavinir bankanna nota heimabankann.
Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna, segir að ákveðin mismunun sé vissulega fólgin í því þegar viðskiptavinum banka er gert að greiða sérstakt gjald til að fá upplýsingar um stöðu reikninga sinna í gegnum síma.

Af stóru viðskiptabönkunum þremur rukka tveir fyrir upplýsingar í gegnum síma. Viðskiptavinir Arion banka greiða 75 krónur i hvert sinn sem þeir fá uppgefna stöðu reikninganna sinna, en Landsbankinn tekur 95 króna gjald fyrir sömu þjónustu. Íslandsbanki segist hinsvegar veita sínum viðskiptavinum upplýsingarnar gjaldfrjálst.

„Þeir sem hafa ekki heimabanka, hafa ekki aðgang að tölvu, kunna ekki á tölvu, treysta sér ekki eða hafa ekki grundvöll til að vera með heimabanka, þeim er refsað í þessu tilviki og það er spurning; er það eðlilegt?" segir Jóhannes. Það sé vissulega ákveðin mismunum fólgin í því að sérstakt gjald sé fellt á þá sem nýta sér þessa þjónustu þar sem hluti þeirra sé væntanlega fólk sem ekki sé með heimabanka.

Jóhannes segir tvær leiðir færar: Annars vegar sé hægt að fella niður fyrrnefnda gjaldtöku, en hinsvegar mætti einnig laga mismuninn með upptöku gjalds fyrir þjónustu heimabankans. Jóhannes sagði væntanlegt að bankarnir kysu seinni kostinn með vísan í kostnað við rekstur heimabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×